Í sumar komu saman fyrstu nemendur Skógaskóla og settu niður stein sem þau gáfu til minningar um Jón Jósep Jóhannesson, kennara og skógræktarfrömuð.
Skógrækt á Skógum hófst vorið 1950 fyrir tilstuðlan Jóns Jóseps en hann var lengi ritari Skógræktarfélags Rangæinga. Þá vann hann við skógrækt á Hallormsstað mörg sumur á árunum 1951-1979.
Árið 1999 var gerður samningur við Skógræktarfélag Rangæinga um umsjón með skóginum í samráði við Skógasafn. Var hluti skógarins þá grisjaður og lagður svokallaður Þrasastígur sem liggur um Kinn neðan úr Kjallaragili upp í efri hluta Réttargils.