Fyrstu fjárréttir haustsins á Suðurlandi verða að venju í Fossrétt á Síðu, föstudaginn 6. september.
Daginn eftir verður réttað í Skaftárrétt í Skaftárhreppi. Dagana 13.-14. september er stóra réttahelgin í Árnessýslu þegar réttað verður í Hrunaréttum, Skaftholtsréttum, Skeiðaréttum og Tungnaréttum.
Réttardagar á Suðurlandi
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. mánudag 16. sept. og sunnudag 22. sept.
Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. föstudag 6. sept.
Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. laugardag 14. sept.
Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudag 22. sept.
Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudag 13. sept.
Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. miðvikudag 18. sept
Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudag 26. sept.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardag 21. sept.
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. laugardag 14. sept.
Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. laugardag 7. sept.
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudag 13. sept.
Tungnaréttir í Biskupstungum laugardag 14. sept.
Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang Ekki ljóst
Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 2013
laugardag 21. sept. kl. 15:00 Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit
laugardag 21. sept. Kl. 14:00 Húsmúlarétt við Kolviðarhól
sunnudag 22. sept. kl. 17:00 Brúsastaðarétt í Þingvallasveit
mánudag 23. sept. kl. 10:00 Selflatarrétt í Grafningi
mánudag 23. sept. kl. 14:00 Ölfusréttir í Ölfusi
sunnudag 22. sept. kl. 9:00 Selvogsrétt í Selvogi, Árn.
Seinni réttir verða tveim vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana 5. – 7. október. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóðvegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft í haldi eftir réttir. Samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar er óheimilt að sleppa aftur fé úr haustréttum á afrétti.