Fyrstu fjárréttir haustsins á Suðurlandi verða í Fossrétt á Síðu föstudaginn 6. september. Stóra réttahelgin er síðan 13.-15. september þar sem meðal annars verður réttað í Hrunaréttum, Skaftholtsréttum, Tungnaréttum og Skeiðaréttum.
Réttir á Suðurlandi 2019
Fossrétt á Síðu, föstudaginn 6. sept. kl. 9:00
Skaftárrétt, laugardaginn 7. sept. kl. 9:00
Haldréttir í Holtamannaafrétti, sunnudaginn 8. sept. kl. 9:00
Þóristunguréttir, Holtamannaafr. sunnudaginn 8. sept. kl. 9:00
Laugarvatnsrétt. sunnudaginn 8. sept., um kl. 17:00
Fjallrétt við Þórólfsfell, mánudaginn 9. sept. kl. 10:00
Hrunaréttir í Hrunamannahreppi, föstudaginn 13. sept. kl. 10:00
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, föstudaginn 13. sept. kl. 11:00
Reykjaréttir á Skeiðum, laugardaginn 14. sept. kl. 9:00
Tungnaréttir, laugardaginn 14. sept. kl. 9:00
Grafarrétt í Skaftártungu, laugardaginn 14. sept. kl. 10:00
Húsmúlarétt við Kolviðarhól, laugardaginn 14. sept. kl. 15:00
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, laugardaginn 14. sept. kl. 15:00
Selvogsrétt í Selvogi, sunnudaginn 15. sept. kl. 9:00
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, sunnudaginn 15. sept. kl. 11:00
Ölfusrétt í Reykjadal, sunnudaginn 15. sept. kl. 16:00
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, sunnudaginn 15. sept. kl. 17:00
Selflatarétt í Grafningi, mánudaginn 16. sept. kl. 9:45
Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum, laugardaginn 21. sept.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardaginn 21. sept. kl. 11:00
Austur-Landeyjaréttir hjá Grenstanga, sunnudaginn 22. sept. kl. 14:00
Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti, sunnudaginn 22. sept. kl. 14:00
Landréttir við Áfangagil, fimmtudaginn 26. sept. kl. 12:00