Fyrstu fjárréttir haustsins á Suðurlandi verða um næstu helgi. Skaftfellingar ríða á vaðið en réttað verður í Fossrétt á Síðu á föstudag og Skaftárrétt á laugardag.
Tungnaréttir eru einnig á laugardaginn og hefjast kl. 9:00 og á sunnudagsmorgun kl. 9:00 verður réttað í Þóristunguréttum og Haldréttum á Holtamannaafrétti. Síðdegis á sunnudag, kl. 17:00, verður réttað í Laugarvatnsrétt.
Aðrar réttir á Suðurlandi í tímaröð:
Fjallrétt við Þórólfsfell mánudaginn 10. sept.
Hrunaréttir í Hrunamannahreppi, föstudaginn 14. sept. kl. 10:00.
Skaftholtsréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, föstudaginn 14. sept. kl. 11:00.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum, laugardaginn 15. sept.
Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum, laugardaginn 15. sept., seinni smölun lau. 6. okt.
Grafarrétt í Skaftártungu, laugardaginn 15. sept.
Húsmúlarétt við Kolviðarhól, laugardaginn 15. sept. kl. 14:00, seinni réttir lau. 29. sept. kl. 14.00.
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, laugardaginn 15. sept. kl. 15:00.
Fljótshlíðarrétt,sunnudaginn 16. sept.
Selvogsrétt, sunnudaginn 16. sept. kl. 9:00.
Austur-Landeyjaréttir, sunnudaginn 16. sept. kl. 14:00.
Vestur-Landeyjaréttir, sunnudaginn 16. sept. kl. 14.00.
Ölfusrétt í Reykjadal, sunnudaginn 16. sept. kl. 16:00.
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, sunnudaginn 16. sept. kl. 17:00.
Selflatarétt í Grafningi, mánudaginn 17. sept. kl. 10:00.
Landréttir við Áfangagil, fimmtudaginn 20. sept.
Heimild: Bændablaðið