Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Sveitarfélagsins Árborgar, sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg sem fram fór í dag.
Bragi hlaut 575 atkvæði í 1. sætið. Í 2. sæti var Fjóla Kristinsdóttir með 671 atkvæði í 1.-2. sæti og í 3. sæti varð Kjartan Björnsson með 769 atkvæði í 1.-3. sæti. Þar á eftir komu Sveinn Ægir Birgisson með 600 atkvæði í 1.-4. sæti og Brynhildur Jónsdóttir með 487 atkvæði í 1.-5. sæti. Helga Lind Pálsdóttir varð í 6. sæti með 582 atkvæði í 1.-6. sæti og Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varð í 7. sæti með 678 atkvæði í 1.-7. sæti.
Tveir sitjandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hlutu ekki brautargengi í prófkjörinu og eru ekki á meðal sjö efstu. Það eru Gunnar Egilsson, sem sóttist eftir 2. sæti og Ari Björn Thorarensen, sem sóttist eftir 4. sæti.
Uppfært kl. 22:05
Eldri fréttir eru hér fyrir neðan:
Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Sveitarfélagsins Árborgar, er í 1. sæti þegar 1.000 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg sem fram fór í dag.
Bragi er með 416 atkvæði í 1. sætið. Í 2. sæti er Fjóla Kristinsdóttir með 494 atkvæði í 1.-2. sæti og í 3. sæti er Kjartan Björnsson með 573 atkvæði í 1.-3. sæti. Þar á eftir koma Sveinn Ægir Birgisson með 429 atkvæði í 1.-4. sæti og Brynhildur Jónsdóttir með 354 atkvæði í 1.-5. sæti. Þórhildur Dröfn Ingvadóttir er í 6. sæti með 411 atkvæði í 1.-6. sæti og Helga Lind Pálsdóttir er í 7. sæti með 475 atkvæði í 1.-7. sæti.
—————————–
Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Sveitarfélagsins Árborgar, er í 1. sæti þegar 500 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg sem fram fór í dag.
Bragi er með 192 atkvæði í 1. sætið. Í 2. sæti er Fjóla Kristinsdóttir með 252 atkvæði í 1.-2. sæti og í 3. sæti er Kjartan Björnsson með 284 atkvæði í 1.-3. sæti. Þar á eftir kemur Sveinn Ægir Birgisson með 196 atkvæði í 1.-4. sæti og Helga Lind Pálsdóttir með 175 atkvæði í 1.-5. sæti. Jafnar í 6. sæti, með 206 atkvæði, eru Þórhildur Dröfn Ingvadóttir og Brynhildur Jónsdóttir.
Rúmlega 64% kjörsókn var í prófkjörinu. Kjörstaðir lokuðu kl. 18:00 en þá höfðu 1.432 kosið. Gild atkvæði eru 1.400 en auð og ógild 32.