Hreinn meirihluti D-listans í Árborg mun halda velli miðað við fyrstu tölur sem birtar voru kl. 22:26. D-listinn er með 5 bæjarfulltrúa og á næsta mann inn.
Talin hafa verið 3.314 atkvæði eða 69,8%
B listi Framsóknarflokks 459 14,3%
D listi Sjálfstæðisflokks 1.640 51,3%
S listi Samfylkingarinnar 611 19,1%
V listi Vinstri grænna 155 4,8%
Æ listi Bjartrar framtíðar 334 10,4%
Skipan bæjarfulltrúa er óbreytt miðað við síðasta kjörtímabil utan hvað Æ-listinn tekur mann af Vinstri grænum sem eru ekki með neinn mann inni.
Gunnar Egilsson D-lista
Sandra Dís Hafþórsdóttir D-lista
Kjartan Björnsson D-lista
Ari Thorarensen D-lista
Ásta Stefánsdóttir D-lista
Eggert Valur Guðmundsson S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson B-lista
Viðar Helgason Æ-lista
Næsti maður inn er Magnús Gíslason, D-lista