Fyrstu tölur: Flokkur fólksins með þrjá þingmenn

Efstu frambjóðendur Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.

Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru lesnar af Þóri Haraldssyni, formanni yfir­kjör­stjórn­ar, um klukkan 23 í kvöld en þá höfðu 9.442 atkvæði verið talin.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í fyrstu tölum með 2.100 atkvæði, 22,5% atkvæða og tvo þingmenn. Flokkur fólksins er með 1.837 atkvæði og þrjá þingmenn en flokkurinn fær jöfnunarþingmann í kjördæminu samkvæmt þessu

Samfylkingin bætir við sig þingmanni, er með 1.789 atkvæði, 19,2% og tvo þingmenn, Miðflokkurinn er með 11,7% og einn þingmann, Framsókn með 11,3% og einn þingmann sem þýðir að Sigurður Ingi Jóhannsson er ekki inni. Viðreisn er með 10,7% og heldur sínum eina þingmanni í kjördæminu.

Níundi þingmaður kjördæmisins er Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Samfylkingu, en Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Sjálfstæðisflokknum, er næst inn og vantar 584 atkvæði til þess að fella Ásu Berglindi.

Mynd/RÚV

Kosningavaka RÚV

Fyrri greinRisavinningur í Hveragerði
Næsta greinAðrar tölur: Sjálfstæðisflokkur með þrjá þingmenn