Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi bárust um klukkan 22:20 og höfðu þá verið talin 7.070 atkvæði.
Sjálfstæðisflokkurinn er með 1.833 atkvæði, eða 25,9% og þrjá þingmenn og Framsóknarflokkurinn er með 1.509 atkvæði og bætir við sig þingmanni er með þrjá þingmenn. Flokkur fólksins bætir við sig miklu fylgi í kjördæminu, er með 990 atkvæði eða 14%.
Spennan er mikil og Flokk fólksins vantar 17 atkvæði til þess að ná inn öðrum þingmanni, á kostnað þriðja þingmanns Framsóknarflokksins.
Samfylkingin er með 543 atkvæði eða 7,7% og einn þingmann og Vinstri grænir eru með 526 atkvæði eða 7,4% og einn þingmann. Báðir þessir flokkar tapa fylgi frá síðustu kosningum.
Viðreisn er með 444 atkvæði eða 6,3% og nær ekki inn manni en Miðflokkurinn er með 440 atkvæði eða 6,2% og tapar miklu fylgi. Miðflokkurinn er með jöfnunarþingmanninn eftir fyrstu tölur.
Píratar eru með 378 atkvæði eða 5,3% og tapa sínum þingmanni. Sósíalistaflokkurinn er með 274 atkvæði eða 3,9% og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er með 22 atkvæði eða 0,3%.
Alls voru 107 seðlar auðir og 4 ógildir.
1. Guðrún Hafsteinsdóttir, D-lista
2. Sigurður Ingi Jóhannsson, B-lista
3. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, F-lista
4. Vilhjálmur Árnason, D-lista
5. Jóhann Friðrik Friðriksson, B-lista
6. Ásmundur Friðriksson, D-lista
7. Oddný G. Harðardóttir, S-lista
8. Hólmfríður Árnadóttir, V-lista
9. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, B-lista
10. Birgir Þórarinsson, M-lista (uppbótarþingmaður)