Gæsaskyttur í vanda

Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út í kvöld til að aðstoða gæsaveiðimenn sem fest höfðu bíla sína vestan við Kirkjubæjarklaustur.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu eru miklir vatnavextir á svæðinu vegna úrkomu.

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í óveðursútköll víða um land en enn sem komið er hafa engin útköll verið á suð-vestur horni landsins.

Fyrri greinSveitasynir í stúdíói
Næsta greinTónahátíð í Flóahreppi