Landhelgisgæslan kom á Selfoss í gær á TF-LÍF og æfði slökkvistarf með „fötunni“, um 2000 lítra íláti sem fyllt er af vatni og hangir neðan í þyrlunni meðan hún er á flugi.
Áhöfnin æfði sig í að taka upp vatn úr Ölfusá, af litlu dýpi annars vegar og úr straumvatni hins vegar. Ljóst er að svona búnaður getur skipt miklu máli við slökkvistarf gróðurelda utan alfara leiða.
Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu fylgdust með æfingunni sem gekk vel og voru menn ánægðir með árangurinn.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Ljósmynd/Þórir Tryggvason