Gæti tvöfaldað minkaskinnsframleiðslu

Viðar Magnússon, pípulagningameistari, hefur lagt inn umsókn um lóð undir loðdýra­bú hjá Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar.

Nefndin tók jákvætt í erindi Viðars og óskar eftir ítarlegri gögnum um fyrirhugaða starfsemi.

Að sögn Viðars er hann í samstarfi við Íslandsstofu að skoða byggingu minkabús sem yrði með aðkomu erlendra aðila. Er verið að skoða byggingu bús sem gæti hýst 3.000 til 8.000 læður en í dag eru um 9.000 minkalæður á öllu Suðurlandi. Þarna yrði því um að ræða stórbú, hvernig sem á það er litið, sagði Viðar.

,,Þetta atvikaðist þannig að það var hringt í mig og ég spurður hvort ég hefði áhuga á þessu,“ sagði Viðar en hann var í loðskinnaframleiðslu í 17 ár en hætti því fyrir 7 árum. Viðar sagði að honum hefði litist svo vel á hugmyndina að hann hefði ákveðið að slá til. ,,Menn eru að sjá það að gæði framleiðslunnar á Íslandi eru að verða það mikil að erlendir aðilar eru farnir að beina augum sínum hingað.“

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinAngraði gesti með káfi og rausi
Næsta grein,,Er að sópa aðeins hjá okkur“