Laust eftir kl. 21 í kvöld barst Neyðarlínunni tilkynning um reyk í sumarbústaðalandi við Selvík í Þrastarskógi.
Þegar lögregla, sjúkraflutningamenn og fjölmennt slökkvilið frá Selfossi kom á staðinn kom í ljós að húsráðendur í sumarhúsi voru að brenna trjágreinar og hlaust töluverður eldur af.
„Það er ekki heimilt að kveikja eld á víðavangi án leyfis, meðal annars vegna þess að ekki þurfi að ræsa fjölda viðbragðsaðila í „gabbútköll“ eins og þetta,“ sagði varðstjóri lögreglunnar á Selfossi í samtali við sunnlenska.is