Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brunanum að Kirkuvegi 18 á Selfossi í síðustu viku.
Konan hafði áður verið úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna til fimmtudagsins 8. nóvember.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að í framhaldi af niðurstöðu Landsréttar hefur konan nú hafið afplánun fangelsisvistar sem hún á óafplánaða vegna eldri dóms.