Gæsluvarðhald framlengt um tvær vikur

Í Héraðsdómi Suðurlands. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Héraðsdómur Suðurlands kvað upp úrskurð nú fyrir stundu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu á Selfossi í síðustu viku.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í eina viku og var það framlengt í dag til 19. maí.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn hennar beinist nú að hugsanlegu manndrápi, til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Rannsókn málsins er enn á viðkvæmu stigi og meðal annars beðið gagna erlendis frá.

Fyrri greinBúsetufrelsi í Grímsnes- og Grafningshreppi
Næsta greinFjölnir marði Ægi – Selfyssingar töpuðu