Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tæplega þrítugan karlmann á Selfossi til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa greint rangt frá nafni og kennitölu þegar hann var stöðvaður við akstur á Selfossi um miðjan ágúst sl.
Maðurinn játaði sök sína fyrir dómi, en hann gaf upp nafn og kennitölu bróður síns bæði þegar lögregla hafði afskipti af honum, og svo við skýrslutöku skömmu síðar. Hann gat ekki vísað sínu eigin ökuskírteini enda búið að svipta hann ökuréttindum til lífstíðar.
Maðurinn á að baki nokkurn brotaferil sem spannar tíu ár, bæði hér á landi og í Brasilíu þar sem hann sat í fangelsi um hríð vegna fíkniefnasmygls.
Dómari taldi ekkert í sakaferli ákærða hafa bein áhrif á ákvörðun refsingar í málinu og refsingin því sekt upp á 200 þúsund krónur eða 14 daga fangelsi.