Gáfu BFÁ útkallstöskur

Kvenfélag Selfoss afhenti Björgunarfélagi Árborgar, BFÁ, styrk í síðustu viku til kaupa á útkallstöskum fyrir sjúkrabúnað í bíla BFÁ.

Styrkurinn hljóðaði upp á 150 þúsund krónur og dugar til kaupa á þremur töskum í bíla BFÁ.

Í töskunum er allur nauðsynlegur búnaður ásamt súrefni. Ármann Ingi Sigurðsson, formaður BFÁ, segir gjöfina koma sér mjög vel þar sem eldri töskur félagsins voru orðnar úr sér gengnar. Nýju töskurnar séu mun meðfærilegri og þægilegri í allri umgengni.

Fyrri greinEldglæringarnar stóðu undan bílnum
Næsta greinStarfsemi félagsmiðstöðvar færð í vor