Gáfu HSu tvö sjónvörp

Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps hefur gefið sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tvö Finlux sjónvarpstæki.

Formaður Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps, Margrét Jónsdóttir, Elín Höskuldsdóttir, gjaldkeri og Stefanía Geirsdóttir komu færandi hendi á HSu í dag með tækin. Félagið óskar þess að þessi tæki verði sjúklingum til ánægju og aukinna þæginda.

Framkvæmdastjórn HSu og hjúkrunardeildarstjóri hand- og lyflækningadeildar, veittu gjöfinni viðtöku og þökkuðu gefendum góða gjöf og hlýhug í garð stofnunarinnar. Einungis tvö ár eru liðin frá því kvenfélagið gaf góða gjöf á rannsóknastofu HSu.

Árlega berast HSu gjafir frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum og segir Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri HSu, að þessi gjafaframlög séu ómetanlegur stuðningur við stofnunina.

Fyrri greinHraðahindrunum hent í Ytri-Rangá
Næsta greinKókaín víðsvegar um bústaðinn