Aðstandendafélag hjúkrunarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli afhenti heimilinu á dögunum hjólastólagalla að gjöf.
Um er að ræða galla sem nefnist Hlýtt úti og er hann sérhannaður af Ólöfu Árnadóttur, með aldraða og hreyfihamlaða í huga. Hugmyndin varð til þegar móðir Ólafar veiktist alvarlega og átti erfitt með gang.
Hlýtt úti hjólastólagallinn er sérsaumaður útivistargalli, loðfóðraður, vatns-og vindþéttur og gefur möguleika á aukinni útiveru og gæðastundum allan ársins hring. Gallinn er framleiddur af P&Ó.

