Í síðustu viku hópur kvenfélagskvenna úr Grímsnesi í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til þess að afhenda formlega rúmhjól, sem félagið færði stofnuninni í lok síðasta árs.
Hjólið er af gerðinni Motomed letto2 og er sérhannað til að renna að meðferðarstól eða rúmi svo sá sem er rúmliggjandi geti hjólað án þess að fara úr stólnum eða rúminu. Sérstök ánægja er með það á Göngudeild HSU þar sem hjólið er notað þrisvar í viku, en þar er það notað af einstaklingum sem koma í blóðskilun. Hreyfingin við að hjóla um leið og blóðskilun er í gangi eykur blóðflæðið og þar með árangur blóðskilunar.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ekki haft áður til umráða slíkt hjálpartæki, svo þetta er einstaklega kærkomin gjöf en verðmæti þess er tæp ein og hálf milljón króna.