Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir komu færandi hendi í Sunnulækjarskóla í morgun og gáfu grunnskólum Árborgar fimmtán taflborð og taflmenn til að hvetja til aukinnar skákiðkunar í skólunum.
Á vef Sunnulækjarskóla segir að skák sé vel til þess fallin að þroska gagnrýna hugsun og krefst þess að skákmaðurinn ígrundi hvern leik og hugsi hverja skákfléttu til enda.