Gáfu Stjörnunni varmadælu í nýja húsið

Björgunarsveitin Stjarnan í Skaftártungu hefur síðastliðið ár verið að byggja nýtt hús undir starfsemi sína. Ferðaþjónustufyrirtæki tóku höndum saman og fjármögnuðu kaup á varmadælu í húsið.

Til að fjármagna kaup á varmadælu í nýja húsið leitaði sveitin til þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem mest eru að Fjallabaki á sumrin en það eru Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Ferðakompaníið, Útivist, Fjallabak, Ferðafélag Íslands og Kynnisferðir.

Fyrirtækin tóku vel í þá beiðni að styrkja sveitina á þennan hátt og fjármögnuðu kaupin í sameiningu.

Fyrri greinReynslumiklum formönnum þökkuð góð störf
Næsta greinBjarni og Guðmundur efstir á J-lista