Fyrirtækið Ísmar, sem sérhæfir sig í allskyns tæknibúnaði, færði nýrri aðgerðastjórnstöð Almannavarna og viðbragðsaðila á Suðurlandi tvær Tetra talstöðvar að gjöf í dag.
Vinna við uppsetningu stjórnstöðvarinnar er í fullum gangi en nokkuð á þó eftir að afla af búnaði til þess að hún nái fullri virkni. Stjórnstöðin er hins vegar virk og komin í notkun þegar á þarf að halda.