Náttúruverndarsamtök Suðurlands gagnrýna ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um að fresta stækkun friðlands í Þjórsárverum og hvernig staðið var að afboðun samkomu vegna undirritunnar á fyrirhugaðri stækkun á dögunum.
Þetta kemur fram í ályktun frá samtökunum.
Samtökin segja að stækkun friðlandsins sé eðlilegt framhald rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Þau skora á umhverfis- og auðlindaráðherra að verja rammaáætlun og grafa þá stríðsöxi sem Landsvirkjun reiddi á loft með síðbúnum afskiptum af máli sem þegar var víðtæk sátt um í þjóðfélaginu, eins og segir í ályktuninni.