Á ársþingi SASS um síðustu helgi var lýst yfir mikill óánægju með að í nýsamþykktri samgönguáætlun á Alþingi, er ekki gert ráð fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar á milli Rauðavatns og Lögbergsbrekku.
Þá er bent á að horfið hefur verið frá tvöföldun vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss.
Fundarmenn ályktuðu að það væri í hæsta máta óeðlilegt að ekki sé staðið við fyrirheit um að klára tvöföldun umræddra vegarkafla og að á meðan séu önnur verkefni í öðrum landsfjórðungum tekin fram fyrir.
Treysta Samtök sunnlenskra sveitarfélaga á að við næstu endurskoðun samgönguáætlana verði tryggt að tvöföldun Suðurlandsvegar verði lokið á mun styttri tíma en nú er áætlað.