Gámaþjónustan bauð lægst

Tilboð voru opnuð í útboði vegna meðhöndlunar úrgangs í Mýrdalshrepp fyrir skömmu og bárust tilboð frá þremur aðilum í verkið.

Það var Gámaþjónustan hf. sem bauð lægst, kr. 14.363.412 og lagði þar að auki inn tvö frávikstilboð sem voru lægri.

Þá kom tilboð frá Ögmundi Ólafssyni ehf. uppá kr. 15.978.412 og frá Framrás ehf. upp á kr. 33.905.000.

Sveitarstjórn hefur samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við bjóðendur á grundvelli lægstu tilboða.

Fyrri greinSet missti af 500 milljóna króna verkefni
Næsta greinEngir peningar í ár