Nýr samningur um sorphirðu var undirritaður milli Hveragerðisbæjar og Gámaþjónustunnar hf nýverið. Er þessi samningur afrakstur útboðst sem ráðist var í kringum áramótin en Gámaþjónustan átti þar lægsta tilboð.
Gámaþjónustan tók við sorphirðu í bæjarfélaginu í gær, 1. apríl, og þar með lýkur áratugalangri sorphirðuþjónustu Sorphirðu Suðurlands og síðar Íslenska gámafélagsins fyrir Hveragerðisbæ.
Á næstunni mun bæjarbúum verða kynnt þessi breyting bæði með bæklingi sem borinn verður í hvert hús og einnig með íbúafundi þar sem breyttar áherslur í flokkun verða kynntar.