Gámasvæði Árborgar áfram lokað

Gámasvæði Árborgar. Ljósmynd/Árborg

Gámasvæði Árborgar við Víkurheiði í Sandvíkurhreppi er ennþá lokað eftir að starfsmaður þar greindist með COVID-19 smit í síðustu viku og samstarfsmenn hans voru settir í sóttkví.

Íslenska gámafélagið við Hrísmýri á Selfossi mun leysa gámasvæði Árborgar af hólmi fram að helgi að minnsta kosti en opnunartími þar er sá sami og á gámasvæði Árborgar.

Afgreiðsla og skrifstofur Árborgar við Austurveg 67 hafa verið opnaðar aftur en gripið var til ráðlagðra ráðstafana þar til að tryggja öryggi starfsmanna og gesta.

Fyrri greinRættist úr vinnusumrinu í Þórsmörk
Næsta greinSkrapp í sund en átti að vera í sóttkví