Frummælingar benda til að gambrinn sem Selfosslögregla lagði hald á í Hrunamannahreppi í síðustu viku sé óáfengur.
Bruggið hefur verið sent rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfjafræði til ítarlegri rannsóknar. Ef lokaniðurstaðan verður sú að gambrinn sé veikari en pilsner má ætla að bruggararnir sleppi létt undan réttvísinni miðað við umfang starfseminnar.
Lögreglan gerði upptæka 800 lítra af gambra og 100 af landa í aðgerðinni. Bruggararnir, tveir karlar á sjötugsaldri, neituðu að tjá sig um málið við yfirheyrslur, að sögn lögreglu.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT