Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrverandi Alþingismaður og sveitarstjóri, mun leiða göngu um elsta hluta Hvolsvallar í kvöld kl. 20.
Lagt verður af stað frá tjaldsvæðinu á Hvolsvelli og mun Ísólfur segja frá uppbyggingu þéttbýlisins á sinn einstaka hátt, með blöndu af fróðleik og húmor.
Annars verður nóg um að vera í Rangárþingi eystra um helgina. Á morgun, laugardag kl. 14, verður leiðsögn um búið á Ásólfsskála og í Skógum er djasshátíð eð djammi um miðjan daginn og stórtónleikum kl. 21 í Fossbúð, þar sem Kvartett Andreu Gylfa spilar.
Á sunnudag verður Sigrún Jónsdóttir með opna vinnustofu á Ásvöllum í Fljótshlíð og alla helgina er hægt að komast í frisbígolf og auðvitað í sund.