Garðaskoðun Árnesingadeildar Garðyrkjufélags Íslands verður sunnudaginn 30. júní í Hveragerði og Ölfusi.
Garðar sem opnir verða frá kl 13:00 eru: Gljúfurárholt, Ölfusi, (sami afleggjari og að borholunni). Eigendur Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson.
Helgafell, Hveramörk 12, Hveragerði. Eigendur Fjóla Ólafsdóttir og Skarphéðinn Jóhannesson.
Lyngheiði 1, Hveragerði. Eigendur Áslaug Einarsdóttir og Pétur Reynisson.
Heiðmörk 31, Hveragerði. Eigendur Ingibjörg Sigmundsdóttir og Hreinn Kristófersson. Þessir garðar verða opnir til skoðunar frá kl. 13:00-16:00.
Kl 16.00 tekur Guðmundur Birgisson, Núpum 1. Ölfusi á móti fólki og sýnir skógræktina þar. Má reikna með einnar klst. göngu og æskilegt að allir hefji hana á sama tíma.
Allir áhugasamir velkomnir