Gatnaframkvæmdir í Tungunum

Laugarás. Ljósmynd/Mats

Nýverið skrifaði sveitarstjórn Bláskógabyggðar undir samning við Já kvætt ehf. í Kópavogi sem bauð lægst í gatnaframkvæmdir í Laugarási og Reykholti.

Að sögn Valtýs Valtýssonar, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, fela framkvæmdirnar í Laugarási í sér að afleggjaranum inn á Holtsgötu verður breytt og í reykholti verða Holtsgata og Bjarkarbraut byggðar upp fyrir slitlag.

Þegar göturnar hafa náð að síga verður lögð klæðning á þær að ári liðnu og lýsing sett upp að loknu nýju útboði.

Fyrri greinVeltu bíl í Herdísarvík
Næsta greinKFR með annan fótinn í úrslit