Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur undanfarið unnið að endurskoðun fjárhagsáætlunar vegna yfirstandandi árs samhliða gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
Að sögn sveitarstjórans, Valtýs Valtýssonar, er ljóst að næsta ár verður að mörgu leyti það erfiðasta hjá sveitarfélaginu, einkum vegna ytri aðstæðna.
Valtýr sagði að vegna minni verðbólgu á þessu ári en gert hefði verið ráð fyrir verði niðurstaða samstöðureiknings heldur jákvæðari. Eigi að síður hefði sveitarstjórn ákveðið að slá gatnagerðarframkvæmdum í þéttbýli upp á 5 milljónir króna, sem fyrirhugaðar voru á þessu ári, á frest. Valtýr sagði að þar væri um að ræða tilflutning verkefna á milli ára og þetta vægi ekki þungt í heildardæminu.