Gatnagerð slegið á frest

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hef­ur undanfarið unnið að endur­skoðun fjárhagsáætlunar vegna yfirstand­andi árs samhliða gerð fjárhags­áætlun­ar fyrir árið 2011.

Að sögn sveitarstjórans, Valtýs Valtýssonar, er ljóst að næsta ár verður að mörgu leyti það erfiðasta hjá sveitar­félag­inu, einkum vegna ytri aðstæðna.

Valtýr sagði að vegna minni verðbólgu á þessu ári en gert hefði verið ráð fyrir verði niðurstaða samstöðureiknings heldur jákvæð­ari. Eigi að síður hefði sveitarstjórn ákveðið að slá gatnagerðarfram­kvæmdum í þéttbýli upp á 5 milljónir króna, sem fyrirhugaðar voru á þessu ári, á frest. Valtýr sagði að þar væri um að ræða tilflutning verkefna á milli ára og þetta vægi ekki þungt í heildardæminu.

Fyrri greinGengur hratt á stofnfé AÞS
Næsta greinJólabjór Ölvisholts kominn í verslanir