Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti fyrir áramót að lækka gatnagerðargjöld um 50 prósent.
Jafnframt hefur verið samþykkt að veita að auki tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum samkvæmt gjaldskrá til 1. júní næstkomandi, fyrir lóðir sem liggja að gatnakerfi þéttbýla í Bláskógabyggð.
„Þessi ákvörðun er m.a. tekin til að létta undir með húsbyggjendum og lækka byggingarkostnað. Það er vonandi að hreyfing komist á byggingaframkvæmdir en með þessari ákvörðun eru gatnagerðargjöld í Bláskógabyggð einna hagstæðust á Suðurlandi,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti.