Umhverfisverðlaun Flóahrepps 2016 voru kynnt á þjóðhátiðardaginn 17. júní. Þau komu í hlut fyrirtækisins GB bíla og lögbýlisins Vatsnholts 3.
Flóahreppur afhendir verðlaunahöfum nú annað árið í röð ávaxtatré sem verður gaman að fylgjast með vaxa og dafna. Flóahreppur óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með þessa viðurkenningu og þakkar fulltrúum í Atvinnu- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins fyrir að halda utanum verkefnið og markvissa vinnu við kynningu á „Umhverfisátaki Flóahrepps“ sem nú hefur staðið yfir frá því haustið 2015.
Umhverfisátakinu lauk formlega 12. júní, þegar nokkrir íbúar komu saman í Einbúa við snyrtingu og umhirðu svæðisins. Einbúi er einstaklega fallegur staður og tilvalinn til þess að skreppa á í nestis- og útsýnisferðum.