Snemma í gærmorgun var óskað skjótrar aðstoðar lögreglu á bæ í Ölfusi vegna manns sem gekk þar berserksgang og hafði ollið töluverðu tjóni á húsi og húsmunum.
Aðdragandi þess var að maðurinn hafði veist að öðrum manni sem í vörn sló hinn niður. Við það missti maðurinn stjórn á gjörðum sínum.
Margt fólk var í húsinu þegar atvikið átti sér stað. Fjórir voru handteknir og færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð. Sá sem var valdur að skemmdunum slasaði sig nokkuð við barsmíðarnar og þurfti að fara með hann á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem gert var að sárum hans.