Gekk með bjór út af veitingastað

Í gær höfðu lögreglumenn afskipti af manni sem kom útaf veitingastað á Selfossi með nokkrar bjórflöskur í poka.

Lögreglu grunar að maðurinn hafi keypt bjórinn inni á veitingastaðnum og borið hann þaðan út, sem er óheimilt. Málið er í rannsókn.

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur einnig fram að fjögur minniháttar fíkniefnamál hafi komið upp í vikunni. Tvö þeirra tengdust Litla-Hrauni en hin tvö komu upp á Selfossi.

Fyrri greinRjúpnaskyttur með allt á hreinu
Næsta greinVilhjálmur og Ragnar áfram í Hamri