Gengur vel í Landeyjahöfn

Allar ferðir Herjólfs hafa verið á áætlun frá Landeyjahöfn í dag og hefur straumur Þjóðhátíðargesta verið jafn í allan dag.

Vel liggur á ferðalöngum í Landeyjahöfn og segir Elma Stefanía Ágústsdóttir, starfsmaður í afgreiðslu í samtali við mbl.is að ekkert vesen sé á fólki og allir í góðu skapi.

Herjólfur hefur siglt viðstöðulaust á milli lands og Eyja frá því í gær. Næsta ferð til Eyja verður farin klukkan 22 og síðan kl. 1 og 4 í nótt.

„Það er mikið að gera en það er bara stuð. Það gengur rosalega vel og allt er á áætlun,“ segir Elma Stefanía.

Fyrri greinHlaupið að skila sér í Skaftá
Næsta greinBogomil og Blikandi stjörnur