Gert ráð fyrir jákvæðum rekstri í Rangárþingi eystra

Hvolsvöllur. Ljósmynd/hvolsvollur.is

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti fjárhagsáætlun sína fyrir árin 2022-2025 á fundi sínum í síðustu viku.

Áætlaðar heildartekjur aðalsjóðs, A- og B hluta, nema alls 2.269 milljónum króna. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 2.078 milljónir, reiknaðar afskriftir 126 milljónir og veltufé frá rekstri 166 milljónir króna. Niðurstaða ársins 2022 án fjármagnsliða er áætluð 65 milljónir króna og því er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu um 4 milljónir króna.

Áætlun 2022 gerir ráð fyrir fjárfestingum að heildarupphæð 840 milljónum króna og vegur þar þyngst bygging nýs leikskóla. Gert er ráð fyrir lántöku að upphæð 700 milljónum króna.

Í greinargerð með fjárhagsáætluninni kemur fram að gert er ráð fyrir að skuldaviðmið sveitarfélagsins verði 60% í lok árs 2022.

Fyrri greinLoftorka bauð lægst í Ölfusveg um Varmá
Næsta greinLíður vel í hjartanu eftir svona dag