„Viðtökurnar hafa verið frábærar,“ segir Bjarmi Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Kaffi Selfoss.
„Fólk virðist ánægt með það sem er í boði og við gerum okkar besta til þess að allir fari ánægðir út,“ segir Bjarmi en Kaffi Selfoss opnaði í dag eftir gagngerar breytingar á staðnum.
„Staðurinn er töluvert breyttur í útliti og tekur núna fleiri í sæti en áður en stærsta breytingin er auðvitað breyttar áherslur í vöruúrvali og opnunartíma. Við opnum nú 8 á morgnana á virkum dögum og kl 10 um helgar,“ segir Bjarmi en staðurinn er staðsettur í Hótel Selfoss.
„Við bjóðum upp á nýbakað brauð frá Sindra Bakara á Flúðum og bjóðum allt það besta sem hann framleiðir eins og sætabrauð og kökur ásamt einstökum brauðum sem hann er orðinn þekktur fyrir. Einnig erum við með í hádeginu súpur, samlokur, salöt og boozt. Við munum svo alveg örugglega gera okkur dagamun og bjóða upp á nýjungar með tímanum,“ segir Bjarmi að lokum.