Gestir fá að spreyta sig á þukli

Í Hrunaréttum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Hin árlega hrútasýning Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna verður á sínum stað laugardaginn 12. október næstkomandi, kl. 13:00 í Reiðhöllinni á Flúðum.

Keppt verður í fimm flokkum og munu dómarar úr nærsveitum sjá um að þukla gripina og velja þá allra bestu úr föngulegum hópi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Hvítir lambhrútar, mislitir lambhrútar, veturgamlir hrútar og best gerða gimbrin.

Að auki fá áhorfendur að velja skrautlegustu gimbrina og þá verður rollubingóið á sínum stað.

Einhverjar nýjungar verða í gangi, t.a.m. gefst gestum nú tækifæri á að spreyta sig í hrútaþukli á fyrirfram völdum hrútum.

Aðgangur er ókeypis, heitt á könnunni og talsverður líkur að á staðnum verði mikið af fallegu fé.

Fyrri greinHlaupinu í Múlakvísl lokið
Næsta greinHaustfrí fjölskyldunnar… við mælum með Suðurlandi!