Tveir karlmenn og ein kona stálu snyrtivörum úr verslun Hagkaupa á Selfossi um klukkan þrjú á fimmtudag. Fólkið fór inn í verslunina, setti varninginn á sig og gekk svo beina leið út, án þess að borga.
Síðan lá leiðin í Tölvulistann á Selfosi þar sem þau tóku iPad ófrjálsri hendi. Starfsfólk verslananna varð vart við þetta þegar það sá tilburði fólksins í eftirlitsmyndavélum. Ekki tókst að sjá á hvaða farartæki þau voru á.
Þrátt fyrir eftirgrennslan á Selfossi og á leiðinni til Reykjavíkur fannst fólkið ekki.
Einn þremenninganna þekktist í eftirlitsmyndavélinni og er hann annar þeirra sem stálu fatnaði fyrir á aðra milljón króna í ferðamannaversluninni á Geysi í Haukadal.
Málið er í rannsókn.