Gina Tricot opnar á Íslandi

Ljósmynd/Aðsend

Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot opnar nýjar verslanir á Íslandi á þessu ári í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon, sem hafa nú rekið Lindex vörumerkið hér á landi í yfir áratug á farsælan hátt.

„Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands. Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi,“ segir Lóa Dagbjört, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi.

Gina Tricot er Íslendingum að góðu kunn en fyrsta verslunin var opnuð í Gautaborg árið 1997 og hefur vaxið nær sleitulaust síðan og rekur nú um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi.

Ísland afar spennandi kostur
Gina Tricot býður konum upp á tískufatnað og fylgihluti sem og fatnað á stúlkur í stærðum 134-164. Gina Tricot er ein af stærstu tískufatakeðjum Svíþjóðar með um 150 verslanir í 4 löndum ásamt netverslun sem nær til allrar Evrópu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Borås, hjarta sænsks textíliðnaðar.

Ný netverslun, ginatricot.is opnar þann 17. mars næstkomandi og fyrirhuguð verslun undir merkjum fyrirtækisins í haust en viðræður um hana eru nú langt komnar en hægt að fylgjast með á Instagram síðunni @ginatricoticeland.

„Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálfbærum hætti. Uppbygging Gina Tricot hefur leitt til þess að nú er Ísland að bætast við sem fyrir okkur er afar spennnandi. Í samvinnu við okkar umboðsaðila erum við himinlifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar viðskiptavini á Íslandi, segir Ted Boman,“ forstjóri Gina Tricot AB.

Lóa og Albert í Lindex. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinLeituðu skjóls á Klaustri
Næsta greinSenda hlý föt frá Selfossi til Úkraínu