Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot opnar næstu verslun sína á Íslandi í Smáralind í nóvember. Verslunin verður ”full concept” og mun því innihalda alla vörulínu Gina Tricot sem er tískufatnaður og fylgihlutir sem og fatnaður á stúlkur í stærðum 134-170 verður staðsett í miðju 1. hæðar Smáralindar beint framan við aðallyftu í tveimur sameinuðum rýmum sem telja samtals um 361 fm.
Hrikalega spennt að taka næstu skref
Gina Tricot á Islandi er rekin í gegnum umboðssamning við Selfyssingana Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon. Gina Tricot er ein af stærstu tískufatakeðjum Svíþjóðar með um 150 verslanir í fjórum löndum en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Borås, hjarta sænsks textíliðnaðar.
Ein stærsta opnun Gina Tricot í heiminum átti sér stað í nóvember í fyrra þegar fyrsta verslunin opnaði í Kringlunni. Yfir 8.000 manns lögðu leið sína í verslunina á opnunarkvöldinu sem var helst lýst sem rokktónleikum. Sömu helgi opnaði svo verslunin á Glerártorgi á Akureyri þar sem röðin teygði sig út úr verslunarmiðstöðinni sjálfri.
„Það er erfitt að finna orð sem hæfa til að lýsa því þakklæti sem við höfum til okkar viðskiptavina sem hafa sótt okkur svo ótrúlega vel. Við erum hrikalega spennt fyrir að taka næstu skref með Gina með því að mæta í Smáralind og bjóða upp á allt vöruúrval Gina Tricot á einum stað,“ segir Lóa Dagbjört.
Innkaupakerfi sem notast við gervigreind
Útlit fyrstu verslunar Gina Tricot fylgir nýrri innréttingahönnun fyrirtækisins sem leit fyrst dagsins ljós á Drottninggatan í Stokkhólmi árið 2022. Hönnunin er „ofurnútímaleg“ með vísan í skandinavískan uppruna vörumerkisins þar sem ljósir litir og mjúkir tónar og viðaráferð kallast á við skjái og innréttingar sem veita innblástur og draga fram nýjustu línur Gina Tricot.
Verslunin er drifin áfram af nýju innkaupakerfi sem notast við gervigreind og RFID örmerki til að tryggja sem best aðgengi að helstu nýjungum, minnka birgðautanumhald og koma í veg fyrir sóun í aðfangakeðjunni. Sérstakt þjónustusvæði mun tryggja einfaldað aðgengi þeirra sem sækja netpantanir sínar auk þess sem sjálfsafgreiðsla verður í boði til að tryggja skjóta afgreiðslu fyrir þá viðskiptavini sem það kjósa.
Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB, segist sannfærður um að Gina Tricot verði vel tekið þegar þegar verslunin opnar í Smáralind. „Við erum full tilhlökkunar fyrir næstu skrefum okkar með samstarfsaðilum okkar á Íslandi,“ segir Boman.