Bæjarráð Árborgar hefur veitt gistiheimilinu við Austurveg á Selfossi gistileyfi í flokki 5 með breyttum opnunartíma og vínveitingaleyfi til kl. 23 alla daga.
Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar hafði mælt með því að gistiheimilið fengi lengri opnunartíma og vínveitingaleyfi en málið hefur dregist talsvert í umfjöllun nefndarinnar.
Nokkur andstaða er meðal nágranna við veitinguna og höfðu þeir skilað inn ítarlegum athugasemdum, sem lutu helst að því að ónæði gæti skapast af gestum gistiheimilisins að kvöldlagi.
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar var ákveðið að skipulags- og byggingarfulltrúa svari framkomnum athugasemdum. Bæjarráð hefur staðfest fundargerð nefndarinnar.