Gjafir streyma til HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur borist fjölda gjafa frá ýmsum aðilum síðustu vikur og eru stjórnendur og starfsmenn HSU óendanlega þakklátir fyrir þennan mikla velvilja í hennar garð.

Á heimasíðu stofnunarinnar er eftirfarandi listi birtur og ljóst að heilbrigðisstarfsfólk er efst í huga margra þessa dagana.

  • Vinafélag Foss- og Ljósheima gáfu hjúkrunardeildunum á Selfossi 6 hægindastóla með fótahvílu og sjónvarp.
  • Emblurnar og Lions á Selfossi gáfu Foss- og Ljósheimum spjaldtölvur og þráðlaus heyrntól.
  • Soropthimistar á Selfossi gáfu Foss- og Ljósheimum 50.000 kr. í föndurvörur.
  • Nói og Síríus gáfu Foss- og Ljósheimum páskaegg, súkkulaði ofl. og öllum starfsmönnum þar að auki súkkulaði og fleira góðgæti.
  • TRS á Selfossi gáfu Foss- og Ljósheimum senda til að setja upp svo allir væru í góðu netsambandi hvar sem er deildunum.
  • Íslenska húðvörufyrirtækið BIOEFFECT gaf öllum starfsmönnum sem standa í framlínunni við sýnatöku græðandi húðvörur.
  • Dominos Selfossi gaf starfsmönnum pitsur og öllum starfsmönnum á HSU afsátt út apríl.
  • Subway býður öllum viðbragðsaðilum, heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og sjúkraflutningamönnum 25% afslátt á Subway út mánuðinn.
  • Hótel Selfoss gaf starfsmönnum HSU afslátt á matseðli út apríl.
  • Kaffi krús á Selfossi gefur aflsátt af mat til starfsmanna.
  • Hlölla bátar á Selfossi hafa gefið fría báta til starfsmanna HSU.
  • Ölgerðinni Egill Skallagrímsson öllum deildum og heilsugæslum á HSU fría gosdrykki.
  • G.K. bakarí á Selfossi hefur komið daglega og fært starfsmönnum bakkelsi.
  • Topp útlit gaf gólfmerkingar “Haltu fjarlægð” og “stopp sprittaðu hendurnar” á heilsugæslurnar í Rangárþingi.
  • Sveitarfélagið Rangárþing ytra útvegaði heilsugæslunni í Rangárþingi aðstöðu til sýnatöku og skoðunar vegna Covid.
  • Bílaleigan Höldur lánaði afnot af 2 bílum í 3 mánuði.
  • Kvenfélag Grímsnehrepps færði HSU peningagjöf sem nýtt var til að kaupa lífsmarkamæli og 2 súrefnismettunarmæla fyrir nýju Covid deildina á Selfossi.
  • Kvenfélagið á Laugarvatni gaf til starfsmanna á Bráða- og slysadeild hægindastól, útvarp, samlokugrill, baunakaffivél ásamt því að gefa 6 nuddtæki sem var einnig fyrir aðrar deildir á Selfossi.
  • Lionsklúbburinn Dynkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi gaf heilsugæslunni í Laugarási styrk til tækjakaupa.
  • Facebookhópurinn Kvenfólk í Eyjum gaf spjaldtölvur, heyrnatól, nuddtæki og blóðþrýstingsmæla á stofnunina í Eyjum.
  • Ónefndur aðili gaf sjúkradeildinni í Eyjum lífsmarkamæli.
  • Pitsa 67 í Eyjum gaf starfsmönnum í Eyjum pitsur.
  • KK heildverslun í Eyjum gaf ýmilegt góðgæti.
  • Eyjabakarí hefur sent starfsmönnum í Eyjum bakkelsi.
  • Vigtin bakhús hefur sent starfsmönnum í Eyjum bakkelsi.
  • Tvisturinn hefur gefið starfsmönnum í Eyjum báta.
  • Fyrirtækið Gott í Eyjum kom með mat fyrir starfsmenn stofnunarinnar.
  • Leó seafood í Eyjum gaf stofnunni harðfisk.
  • Vestmannaeyjabær útvegaði aðstöðu, gáma ofl. fyrir sýnatöku.

„Á þessum sérstökum tímum er gott að finna allan þennan stuðning og hlýju í garð HSU. Gott að vita að samfélagið allt stendur þétt saman og hjálpast að, bæði í að gleðja sjúklinga og heimilisfólk hjúkrunardeildanna og til létta starfsmönnum lífið. Þessi fyrirtæki og stofnanir fá okkar bestu þakkir fyrir,“ segir í fréttinni á heimasíðu HSU.

Fyrri greinSkíttíðig 2020 
Næsta greinSelfoss mögulega aftur í Olísdeildina