Gjaldfrjáls skólagögn í Flúðaskóla

Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórn hefur samþykkt. Ljósmynd/Flúðaskóli

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að nemendum Flúðaskóla verði boðið upp á nauðsynleg skólagögn án endurgjalds frá og með komandi skólavetri.

Á síðasta skólaári var boðið upp gjaldfrjáls skólagögn að hluta til í Flúðaskóla, nemendur fengu þá stílabækur, plastmöppur og fleira frítt, en þurftu sjálfir að útvega ritföng. Þá fengu eldri nemendur útvegaðar spjaldtölvur þeim að kostnaðarlausu.

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, sagði í samtali við sunnlenska.is að erfitt væri að meta kostnaðinn nákvæmlega en eins og hjá fleiri sveitarfélögum er meðaltalið 5.000 krónur á nemanda, og því ætti kostnaður Hrunamannahrepps að vera um hálf milljón króna.

Fyrri greinEldey kaupir Arcanum ferðaþjónustu
Næsta greinHrunamannahreppur kærir ákvörðun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða