Gjaldtaka hafin í Fjaðrárgljúfri

Fjaðrárgljúfur. Ljósmynd/UST

Eigendur Fjaðrárgljúfurs hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu.

Vísir greinir frá þessu og segir að einnig standi yfir vinna við þróun svæðisins í heild, með tilliti til uppbyggingar innviða og þjónustu fyrir gesti ásamt gerð friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlunar í samráði við Umhverfisstofnun.

Gjaldtaka á bílastæðum á svæðinu er í gegnum greiðslulausn Parka, þar sem boðið er uppá greiðslu í snjallforriti Parka, á vefsíðu eða í greiðsluvél á staðnum.

Daggjald fyrir fimm sæta fólksbíl er 1.000 krónur en fyrir smárútur og stærri bíla frá 2.500 til 8.500 krónur.

Fyrri greinSteingerður mun fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni frá virkjuninni
Næsta greinFyrsti sigur Ægis í deildinni