Gjald­þrot Jötunn véla upp á 1,7 milljarða

Verslun Jötunn Véla á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gjaldþrot Jötunn véla á Selfossi árið 2020 nam rúmlega 1.660 milljónum króna. Samþykktar kröfur námu 426 milljónum króna en ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur.

Þetta kom fram í Lögbirtingablaðinu í gær en Vísir greindi frá. Í Lögbirtingablaðinu segir að sértökukröfur, veðkröfur og forgangskröfur hafi fengist greiddar að upphæð um 330 milljóna samanlagt.

Í tilkynningu í febrúar 2020 sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins að samdráttur á vélamarkaðnum hér á landi hefði verið snarpur árið á undan og numið um þrjátíu prósentum. Fyrirtækið hefði undanfarin ár verið að vinna sig út úr skuldsetningu sem var afleiðing bankahrunsins á Íslandi árið 2008. Því hafi fyrirtækið ekki þolað verulegt tap af rekstrinum sem bættist við á árið 2019.

Frétt Vísis

Fyrri greinSelfyssingar sigruðu í baráttunni um Suðurlandið
Næsta greinSkóflum stungið niður og jarðvinna hafin við gervigrasvöll