Gjöf til Selfosskirkju

Í mars fagnaði Selfosskirkja 60 ára afmæli. Að því tilefni komu fyrrum kórfélagar úr Barna- og unglingakór Selfosskirkju ásamt núverandi unglingakór saman eina kvöldstund og sungu.

Í frétt á heimasíðu Selfosskirkju segir að þetta hafi verið góð stund í kirkjunni þar sem gaman var að rifja upp gamla tíma með því að syngja sálmana góðu og spjalla í lok stundarinnar.

Fyrrum kórfélagar ákváðu við þessi tímamót að gefa peningagjöf sem renna myndi í sjóð til að kaupa kórpalla. Nú hefur gjöfin verið afhent og eru því komnar 85.000.- kr í sjóð fyrir kaupum á nýjum kórpöllum í kirkjuna.

Fyrri greinGóður fundur um miðbæjarskipulag
Næsta greinSelfyssingum spáð 10. sæti