GKB fær styrk vegna mótahalds

Grímsnes- og Grafningshreppur mun styrkja Golfklúbbinn Kiðjabergi til að halda Íslandsmót 35 ára og eldri og Íslandsmót eldri kylfinga í sumar.

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps nýverið var samþykkt styrkja golfklúbbinn um 150.000 krónur vegna golfmótanna auk þess sem það greiðir laun unglinga sem vinna hjá Golfklúbbnum.

Gunnar Þorgeirsson, oddviti, sagði í samtali við Sunnlenska að samstarf sveitarfélagsins og golfklúbbsins hefði staðið um nokkurn tíma, verið báðum til hagsbóta og ánægja ríkti með það af beggja hálfu.

Fyrri greinSannfærandi sigur Hamars
Næsta greinGaukssaga sett upp í Árnesi