Grímsnes- og Grafningshreppur mun styrkja Golfklúbbinn Kiðjabergi til að halda Íslandsmót 35 ára og eldri og Íslandsmót eldri kylfinga í sumar.
Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps nýverið var samþykkt styrkja golfklúbbinn um 150.000 krónur vegna golfmótanna auk þess sem það greiðir laun unglinga sem vinna hjá Golfklúbbnum.
Gunnar Þorgeirsson, oddviti, sagði í samtali við Sunnlenska að samstarf sveitarfélagsins og golfklúbbsins hefði staðið um nokkurn tíma, verið báðum til hagsbóta og ánægja ríkti með það af beggja hálfu.